Í nokkrar vikur hef ég velt því fyrir mér að byrja að blogga. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að ég hef áhuga á því að taka virkari þátt í vefsamfélaginu. Ennfremur vil ég líta á bloggið sem faglega útrás á þeim sviðum sem ég hef áhuga á, þ.e. tækni (þá aðallega tölvutækni), fjármálum, …
Það er hálfgerð hræsni að tala um að hafa áhuga á tölvutækni þegar þetta blogg er skrifað á eins frumstæðan hátt og mögulegt er. Planið er að nota þennan vettvang til þess að læra nýtt forritunarmál og byggja upp bloggkerfi og útvíkka það (wiki, o.s.frv.) svo fyrir vefsetur mitt en þangað til þá; textaskjal (blog.txt
) og textaritill (Aquamacs). Forritunarmálin sem koma til greina eru eru flest fallamál, Python (ekki fallamál), JavaScript (í ætt við fallamál), Erlang, Objective Caml, LISP, og Haskell. Mig langar til þess að fara alveg nýja leið, stokka alveg upp hugsanaganginum svo ég held að lendingin verði að ég skrifi þetta í Haskell. Þessi póstur markar upphaf þessa ferðalags.
Tímamót