profile picture

HAppS: Góðar og slæmar fréttir

Eftir að hafa skrifað síðasta póst hlóð ég niður Colloquy, sem er IRC-biðlari fyrir Mac OS X. Þar skráði ég mig á rásina #happs og byrjaði að spjalla. Til að byrja með svaraði mér enginn en það var e.t.v. eðlilegt í ljósi þess að það var mið nótt. Daginn eftir lifnaði þó aðeins við mönnum á rásinni. Menn voru almennt sammála því að ekki væri heppilegt að byrja Haskell-upplifunina á því að stúdera HAppS. Þetta voru að sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði fyrir mig enda hafði ég gert mér vonir um að læra málið og jafnframt koma undir mig fótunum á vefheimili mínu (gisli.hamstur.is). Hins vegar get ég vel skilið þeirra rök og hef því hugsað mér að gera eftirfarandi:

  • Setja upp HAppS-þjón sem þjónar statísku efni
    Þess vegna er þetta blogg núna eingöngu texti.
  • Finna mér útlit
    Koma síðunni í fallegri búning, þrátt fyrir að allt verði statískt.
  • Læra grunninn í Haskell
    Áður en ég fer að fikta mikið í HAppS.


Smám saman bætist í þekkinguna þannig að ég geti fegrað og forritað kerfi á bak við bloggið. Þetta verður því aðeins lengra ferli en ég var að vonast til.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég náði að koma HAppS-þjóni upp og tókst að láta beiðnir á rótina áframsendast á bloggið mitt, þ.e. þetta textaskjal. Þetta gekk ekki vandræðalaust fyrir sig og ef til vill er þetta óþarflega flókið hjá mér. .

@code