Í dag eyddi ég talsverðum tíma í síðuna. Hér er hægt að nefna að verkefnasíðan er komin vel af stað. Eingöngu er þó um texta að ræða en þegar ég verð kominn með smá textastubb um öll verkin ætla ég að bæta við textann og hengja myndir með verkefnunum.
Upplýsingasíðan var líka tekin í gegn og nýtt efni sett inn. Ég er orðinn nokkuð ánægður með efnið. Fyrir nyrðina þarna úti bjó ég líka til nýja síðu sem lýsir ástandi vefsins í það og það skiptið.
Svo fyrir þá sem höfðu séð bloggið taka þeir væntanlega eftir að hér hefur einnig ýmislegt verið gert en mestu breytingarnar eru að bloggið er komið inn í aðalútlitið í stað þess að vera bara textaskjal.
Heilt yfir er þessi æfing með að tengja Google Notebook og textaskjöl inn á vefsíðuna með JavaScript. Stór galli er þó að Back-hnappurinn virkar ekki. Þetta lagast þó állt sjálfkrafa þegar Haskell fer að þjóna þessu efni.
Síðan þokast áfram