Vefur vinahópsins hefur legið í dvala í um 2 ár eftir að gamli vefurinn var lagður niður. Við skrifuðum annan fyrir árshátíð Skúla í fyrir í Ruby on Rails en þar sem við höfðum enga vél til að keyra hann fór hann aldrei í loftið. Núna þegar nýi þjónninn er kominn í gagnið kemur í ljós að Rails hefur breyst það mikið síðan í fyrra að kóðinn okkar keyrir ekki. Talsvert svekkelsi!
Ég veit ekki hvað ég er búinn að skrifa mörg vefkerfi og tilhugsunin um að skrifa enn eitt er mér alls ekki kær. Mér datt því í hug að keyra vefinn á einhverju CMS-kerfanna. Það kemur hins vegar alltaf að því að maður hefur áhuga á því að fara örlítið út fyrir mynstur kerfisins og þá verður líf manns skelfilegt - flókið og leiðinlegt. Ég einsetti mér því að skrifa eins lítið vefkerfi og ég mögulega kemst upp með.
web.py er minimalískt umhverfi fyrir Python og fellur því eins og flís við rass að forsendunum. Ég er líka kominn með leiða á því að módela gögn í gagnagrunni og því datt ég inn á nýja tegund af gagnagrunni, svokallaðan skjalagagnagrunn (e. document-centric database) sem heitir CouchDB. Haft er samband við grunninn yfir HTTP-staðalinn og skilar grunnurinn gögnum á JSON-formi. Frekar spennandi!
Skúli.is