Þó tilgangurinn með þessu bloggi sé að fá útrás fyrir nördaskap, með því að læra Haskell, er hann ekki síður að stuðla að umræðu áhugafólks um Haskell og því ákvað ég að gera örlitla könnun á mögulegum markhópi fyrir svona blogg. Mér til mikilla vonbrigða virðist enginn á Íslandi hafa áhuga á þessu forritunarmáli því þetta eru niðurstöðurnar fyrir utan þær síður sem ég átti:
- Hugi er með fátæklegan tenglalista
- Baldur Fjölnisson minnist á Haskell
- Ragnar Frosti bölvar því
- Einar Þór giskar á Haskell í spurningakeppni Einars Jónssonar
- Og, Sigurlaug segist hafa verið að lesa um Haskell
Fyrir utan Arnar þá held ég að Haskell-samfélagið á Íslandi sé ekki til og ég hef því og mun því tala fyrir daufum eyrum hérna á þessu bloggi.
Á síðustu vikum hef ég þó tekið eftir Arnari nokkrum Birgissyni (syni Birgis Þórs Bragasonar) sem ég man eftir úr Verzló. Hann hefur verið að skrifa um Haskell erlendis, bæði á póstlista og einnig rannsóknargreinar. Það er svona spurning hvort maður eigi að setja sig í samband við hann.
Fyrir utan Arnar þá held ég að Haskell-samfélagið á Íslandi sé ekki til og ég hef því og mun því tala fyrir daufum eyrum hérna á þessu bloggi. Þess vegna er ég að velta því fyrir mér að gera tvennt; annars vegar útvíkka umfjöllunarefni bloggsins og hins vegar skrifa á ensku (til þess að ná til stærri hóps þegar umfjöllunarefnið er Haskell). Ég er með nokkrar hugmyndir sem ég hefði áhuga á að skrifa um eftir að þetta bloggkerfi er komið vel á koppinn því mig langar, seinna meir, til þess að skoða betur hljóð og mynd og ýmislegt sem því tengist ásamt pælingum úr fjármálageiranum. Hitt er svo annað að ég er búinn að gera það að forgangsverkefni fyrir þetta blogg að búa til Atom-straum, brenna bloggið með Feedburner.com og fæða því yfir í Twitter. Það má því búast við því að næsta færsla um bloggið verði á ensku.